Að skipta (ekki) um fólk í brúnni.

 Maður verður eiginlega bara hræddur að vita til þess að þessi maður sé úti í löndum að semja við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn fyrir hönd þjóðarinnar. Hann er búinn að vera ráðherra í mörg ár ,og núverandi fjármálaráðherra, og flokkur hans í stjórn í 17 ár.

Og ekki minkar óttinn þegar maður les ummæli varaformannsins í Fréttablaðinu í dag.

"Bankakerfið og erlendar fjárfestingar hafi skilað Íslendingum mikilli búbót á undanförnum árum og ungt og vel menntað fólk hefur getað gengið að krefjandi og vellaunuðum störfum nær vísum"

Konan situr í miðjum rústum íslensks efnahagslífs, sem hrunið er til grunna fyrir tilstuðlan einkavæðingar bankanna og erlendra fjárfestinga þeirra og lætur þetta út úr sér. Hún hefur sett komandi kynslóðir samfélagsins í skuldafjötra um ókomin ár og gert gjaldþrota ótal einstaklinga sem ekkert hafa gert af sér annað en það að trúa að stjórnvöld hafi það hlutverk að halda stöðugleika í landinu.

Maður verður óttasleginn þegar maður sér hversu veruleikafirrt þetta fólk er sem við höfum enn ekki séð ástæðu til að reka úr vinnu hjá okkur.

 Þegar ég verð stór, þá ætla ég að kaupa mér stórt skemmtiferðaskip og sigla um með eintóma íslendinga sem farþega. Ég get augljóslega treyst því að sama hvaða vitleysu ég geri sem skipstjóri þá mun eingin æmta né skræmta hvað þá fara fram á að einhver annar taki við í brúnni.


mbl.is Fundað stíft með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ef við semjum við IMF, þá er sjálfstæði Íslands farið. Það verður að stöðva þann gerning. Að senda borderline mongólíta í slíkar viðræður er algert sjálfsmorð.  Tökum boði Rússa ef skilyrðin eru ekki of bindandi og vonum svo að þeir afskrifi þær svo er betur árar. 

Það er orðið ansi undarlegt, þegar IMF er farinn að biðla til þjóðar um að fááð lána henni. Þeim díl fylgir yfirtaka efnahagstjórnar hér. Semsagt alger valdataka, manna með annarlega hagsmuni, Bildenbergera og hringborðsriddara Globalistanna, sem hafa það eitt að markmiði að koma öllum helvítins heiminum á eina hendi.

Ég vona að menn átti sig á hvað er í uppsiglingu hér.

Ágæt byrjun, er að lesa "Falið Vald," sem hægt er að nálgast á www.vald.org

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband