Heimsmet í valdahroka.

 Það er alveg svakalegt að fylgjast með ummælum Sjálfstæðismanna þessa dagana. Eiginlega er maður farinn að halda að þetta sé alls ekki pólitískt valdatafl heldur trúi þeir bara í alvöru að svona séu hlutirnir. Við höfum öll séð talsmenn stjórnmálahreyfinga halda fram ágæti síns flokks en svona hroki getur ekki stafað af öðru en raunverulegri trú á að allt sé í fínasta lagi og ekkert aðfinnsluvert við stefnu og framferði þeirra síðustu 18 árin.

 En hvernig getur lið sem stjórnað hefur þjóðinni síðustu 18 árin, gert annanhvern landsmann gjaldþrota í eigin hagkerfi og þjóðina algjörlega gjaldþrota í hagkerfi heimsins, hegðað sér eins og enginn sé betur fallinn til forystu, aðrir en þeir. Og því til viðbótar eru þeir málefnalega gjaldþrota sjálfir, þar sem stefnan sem þeir hafa boðað og framfylgt síðustu árin er hrunin á heimsvísu.

 Þeir gátu ekki gefið eftir forsætisráðherra embættið vegna þess að þeim fannst að stærsti flokkurinn ætti að fara með það. Þeir meira að segja töldu að ef til þjóðstjórnar kæmi þá væri enginn betur fallinn til forystu aðrir en þeir.

 Stundum var ég farinn að halda að þeim væri ekki alvara, væru farnir að grínast með þeim erlendu aðilum sem hæða þjóðina fyrir að sitja uppi með sama liðið og setti hana á hausinn, mánuðum samann.

 Að sitja í efnahagsöskuhaug brunarústa eigin gerða og hafa af því áhyggjur að þeir sem  við taki klúðri ríkisfjármálunum hlýtur að vera sönnun fyrir verulegum skorti á raunveruleikaskini.

Algjör firring.
mbl.is Geir óttast sundrung og misklíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er merkilegt en ennþá merkilegra er að þjóðin skuli ekki fyrir löngu hafa séð þetta og hefur kannski ekki enn. Auðvitað er Flokkurinn valdabandalag sem notar pólitíska hugmyndafræði sem "opíum fyrir fólkið" eins og Marx gamli komsta að orði. Staða Flokksins hér er því að flestu leiti svipuð og staða Flokksins var í Sovét. Báðir flokkar voru aðgöngumiði að völdum (og efnahagslegu öryggi) í samfélaginu sem skýrir það hve margir aðhylltust þá. Þegar valdakerfið hrinur breytist þessi staða fljótt, fólk sem ekki þorði að hafa skoðun opnberlega fer allt í einu að þora því. Vonandi tekst okkur betur en rússnesku þjóðinni að vinna okkur frá þessu Flokksræði.

Staða og vinnubrögð Framsóknarflokksins er svo auðvitað annað mál, eða....?

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband