Fólk er fljótt að gleyma.

Það virðast engin takmörk fyrir því hve fólk getur verið fljótt að gleyma því sem á undan er gengið. Nú er byrjaður enn og aftur grenjuvæll aðila sem einu sinni voru í sigurliðinu en eru skyndilega farnir að tapa.

Síðustu fimm árin eða svo hefur þó vælið tekið á sig grátbroslegri mynd en fyrr. Byggðarlögin sem áður sópuðu  til sín veiðiheimildum annarra staða, eru nú komin í vörn, og reka þá upp kvein sem sennilega á að verða til þess að þeim verði vorkennt. Mig rekur ekki minni til þess að bæjarstjórn Akurnesinga hafi stormað á fund suður í Sandgerði með þingmenn og ráðherra í eftirdragi þegar HB flutti Miðnes með húð og hári upp á Skipaskaga. Þar með nánast allar veiðiheimildir Sandgerðis.

En þetta er bara saga kvótakerfisins. Enginn vorkenndi Ísfirðingum þegar Samherji hirti af þeim stoltið sjálft, Guðbjörgina, því þeir voru ný búnir að safna að sér öllu frá Þingeyri, Flateyri og Súðavík.

Enginn vorkenni svo Akureyringum þegar Guðmundur Kristjánsson keypti ÚA og mér er alveg fyrirmunað að vorkenna Akurnesingum því ég veit ekki hve mikið hlutfall vorkunnarinnar á að fara út í Sandgerði. Einhvernvegin minnir mig í meirihluta Bæjarstjórnar Akraness sitji sá flokkur sem harðast hefur gengið fram í að verja núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Þeir sjá kannski eftir stuðninginum núna.

En hverjir eru svo næstir. Einhvernvegin grunar mig að í þessari aðstöðu gæti næstir lent, bæjarstjórar sem farið hafa mikinn undanfarið í að verja núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Ekki kæmi það mér á óvart þó að í veði fyrir ákveðnu illa stöddu fjárfestingafélagi væri talsvert af kvóta Vestmannaeyinga. Það er hroðalegt að lífsviðurværi íbúa sjávarbyggða geti verið í hættu, ef kvótahafinn (oft einn aðili) fer að spila fjárhættuspil á hlutabréfamarkaði.

Ég vorkenni bara þjóðinni.

 


mbl.is Svartur dagur í sögu Akraness
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hagbarður

Tek undir allt sem þú segir í þessum góða pistli þínum. Sökin liggur að verulegu leyti hjá sveitarstjórnarmönnum. En líklega þurfum við meiriháttar kreppu hér á landi til að kerfinu verði breytt. Ég vorkenni okkur öllum líka. Líklega erum við aumingjar og komnir af aumingjum.

Hagbarður, 29.1.2008 kl. 00:07

2 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Er það ekki þetta minnisleysi sem stjórnmálamenn reiða sig á að ...landinn sé ómynnugur og fljótur að gleyma? Hverjirkoma til með að kjósa núverandi stjórnöfl í næstkomandi kosningum...Borgarstjórnar og eða til Alþingis?

Guðrún Magnea Helgadóttir, 29.1.2008 kl. 03:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband