HAHAHA

Eins og það trúi því nokkur heilvita maður að Welding hafi tekið þessa ákvörðun sjálfur. Eins og frekjugangurinn í Máa, gagnvart skipstjórnar og vélstjórnar mönnum sínum hefur verið gegnum tíðina, þá tek ég því nú með fyrirvara.

Auðvitað skikkaði hann manninn til að lækka launin sín og ekkert múður, annars fengi hann að fjúka. Það væri nú ekki beinlínis fyrsti yfirmaðurinn sem færi þá leið hjá Samherjaforstjóranum.

Annars styð ég Máa heils hugar. Er bara svekktur að geta ekki verið fluga á vegg, fundarherbergis Glitnis. Þó hann geti verið frekur og stundum ósanngjarn í kröfum gagnvart þeim sem starfa hjá honum þá á  frekjan bara stundum vel við.

En þessi launalækkun er eiginlega bara kvittun fyrir þeirri niðurlægingu sem útrásar forkólfarnir hafa orðið að kyngja undanfarið. Það sem Þorsteinn Már hefur látið hafa eftir sér í fjölmiðlum, eftir að hann var kjörinn í stjórn Glitnis, er ekkert annað en að lýsa frati í þá menn sem hafa stjórnað ferðinni undanfarið, bara orð í sparifötum. Og þeir bara kyngja öllu.

Til að taka af öll tvímæli vil ég mynna á að samkvæmt fréttum þá kvaddi Þorsteinn Már sér hljóðs á aðalfundinum umrædda, eftir að tillaga kom fram um óbreytta þóknun til stjórnarmanna, og bar fram nýja tillögu um helmings lækkun. Það virtist ekki sem nokkur þeirra sem fyrir voru hefðu hugsað sér slíka gjörninga. 

Og þetta segir okkur annað. Nú er róinn lífróður. Og lífróður snýst um að lifa af, er upp á líf eða dauða. Það er ánægjulegt að vita að í stjórnarformanns stól, allavega eins bankans, sé kominn maður sem gerir sér grein fyrir þessu. Það virðist vera að renna upp fyrir mönnum að það dugi ekki að hafa eigið fé handbært til að tóra nokkra mánuði. Skuldatryggingar álagið, sem gerir bönkunum ómögulegt að fjármagna sig, er ekki eitthvað sem varir í fáeina daga. Það þýðir ekkert að segjast eiga fyrir öllum skuldbindingum þessa árs, því á eftir 2008 kemur 2009. Engin alvöru fjármálakreppa hefur varað svo stutt að áhrif hannar hafi fjarað út á nokkrum mánuðum.

En sem betur fer virðast sífellt fleiri vera að vakna. Er þar nýjast margrædd blaðagrein tveggja stjórnarþingmanna í Morgunblaðinu.  En það verður efni í annað blogg, og bíður betri tíma.

 


mbl.is Helmingar laun sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að erlendir greiningaraðilar sjái fyrir séríslenska kreppu sem tekur við af þessari alþjóðlegu.

Gengið getur ekki annað en hrunið þegar vextir lækka. Þá kippa eigendur Jöklabréfanna að sér hendinni og fara með gífurlega peninga úr landi. Þetta mun leiða af sér fjárþurrð í landinu. Ég sé ekki hvernig á að leysa þessa klemmu. Þjóðin einfaldlega skuldar meira en hún ræður við.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:29

2 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Já, ég verð að viðurkenna að bjartsýnin eykst ekki beinlínis hjá manni.

Hef verið að lesa nokkrar greinar um það sem margir óttast mest, verðbólgu í samdrætti, og það eru ekki fallegar lýsingar.

Held að venjuleg framleiðslu og þjónustu fyrirtæki verði að reikna með töluverðum samdrætti í neyslu (hef ekki þekkingu til að meta hve miklum)

En þegar þjóð er búinn með launin sín allmörg á fram í tímann, þá er ekki von á góðu.

Það er spurning hvort bygging olíuhreinsistöðvar og álvers í Helguvík gæti bjargað krónunni um stundarsakir, en þá er eins gott að menn noti tímann til að ná mjúkri lendingu.

En við erum bara Íslendingar og munum önuglega bara fara á fullt aftur ef rofar til í efnahagsmálum heimilanna

Jóhannes Snævar Haraldsson, 27.2.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband