Framtíðin.

 Sennilega hefur framtíð Exista aldrei verið ljósari en nú. Það er hins vegar mesta áhyggjuefnið hvort búið hefur verið að skuldsetja dótturfélögin í botn vegna útrásargræðginnar. Það kemur til með að skera úr um hvort við eigum starfhæf gömlu "góðu" fyrirtækin, þegar uppgjörið hefur farið fram.

 Það er nóg framundan fyrir almenninga í landinu þó við þurfum ekki líka að fara að vasast með vandamál eins og að færa allar tryggingar, síma o.s.v.

 Þetta með fjármunatapið! Segi sem minnst um það. Best að bíða og sjá þegar skiptauppgjörið kemur fyrir almenningssjónir. Þá kemur í ljós hvert raunvirði eignanna var, ekki hvað eigendurnir ákváðu að verðmeta þær á, til að laga eiginfjárstöðuna.

Mynni bara á að Lehman Brothers var með skráð eigið fé upp á hundruð milljarða dollara en var keypt eftir gjaldþrotið á tvo. Viðskiptasérfræðingar byrjuðu með það sama að tala um hvort það hafi verið of hátt verð.

 Og bíðum svo bara þess tíma þegar við verðum aftur farin að agnúast út í "gömlu góðu fyrirtækin", VíS, Símann, Sjóvá, Hagkaup, olís, ÍA, Hagvirki, (nei þeir koma nú sennilega ekki aftur) ESSO o.s.v.

Þegar við náum þeim tímapunkti að geta hringt í NÝJU þjóðarsálina til að fárast yfir þeim, þá verður það augljóst merki um að íslensk þjóð sé komin á réttan kjöl aftur.


mbl.is Allt traust virðist horfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband