Snilldar hugmynd

Það á að drífa í þessu strax, áður en Sjálfstæðisflokknum tekst að raða sínu liði aftur þar sem þeir hafa ítök til að færa bankana í hendur "réttra" aðila aftur. Það á að gera þetta við alla bankana þrjá. Ganga til samninga við stærstu skuldaeigendurna um að koma inn sem eigendur. Þannig björgum við gríðarlegum verðmætum (allavega fyrir skuldaeigendurna) og leggjum okkar að mörkum til að forða heimskreppunni sem reyndar virðist vera óumflýjanleg. Lánadrottnar gömlu bankanna þyrftu þá allavega ekki að afskrifa íslenska pakkann alveg strax.

En það besta er að sjálfsögðu að íslenskur almenningur yrði laus við "innanríkispólitískt" stjórnað bankakerfi. Og gleymum ekki hvað þetta hefði bætandi áhrif á ímynd og sálarástand þjóðarinnar, allavega þann hluta hennar sem finnst þeir, fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda, vera orðnir alþjóðlegir vanskilamenn.


mbl.is Danskur banki yfirtaki Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband