Þetta er alveg rétt.

 það tekur því ekki að innkalla veiðiheimildirnar því sjávarútvegurinn er allur gjaldþrota hvort sem er  og verkefni bankanna næstu misserin verður að ákveða hvað þeir eigi að gera við kvótann sem þeir sitja uppi með.

 Það er með ólíkindum að hlusta á forsvarsmenn þessa kerfis koma fram í fjölmiðlum og tala kinnroðalaust um að það standi til að setja allt í uppnám með fyrningaleið. 

Engir eru búnir að gera upp gjaldmiðlaskiptasamningana sem þeir gerðu, þar sem þeir tóku stöðu með krónunni, allar greiðslur af erlendum lánum eru frystar, og það er eina ástæðan fyrir því að bankarnir eru ekki byrjaðir að ganga að sjávarútvegsfyrirtækjum. Hver þeirra eru svo rekin í gjörgæslu bankanna, nú þegar, höfum við almenningur ekki hugmund um.

Mín skoðun er reyndar sú að bankarnir fari á hausinn út af þessu. Skuldir sjávarútvegsins eru ekki undir 500 milljörðum og því engin möguleiki fyrir greinina að borga þær. 

Sigurgeir (Binni) í Vinnslustöðinni telur að allir fari í þrot á 7 árum vegna fyrningaleiðar. Ég staðhæfi að ekkert (nema örfá velrekin fjölskyldufyrirtæki) sjávarútvegsfyrirtæki verði til í núverandi mynd eftir 7 á, þó kerfið verði óbreitt.

Yfirveðsetning kvóta í arfavitlausu kerfi er grunnurinn að óförum okkar íslendinga.

 


mbl.is Skora á stjórnvöld að hverfa frá fyrningarleið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þú munt hafa rétt fyrir þér í þessu efni Aðalheiður. Og hvað varðar smábátaútgerðir þá er þess að gæta að þeir eiga alla kosti til að mæta þessu með því að ná til sín til baka með leigu öllu því sem þeir kunna að tapa.

Árni Gunnarsson, 8.5.2009 kl. 13:29

2 Smámynd: Edda Sigurdís Oddsdóttir

Aðalheiður????

Edda Sigurdís Oddsdóttir, 10.5.2009 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband