Þeir hjá AIG vita..............

..........að  þeir geta hagað sér eins og þeim sýnist. Ástæðan er sú að það er ekki hægt að láta þá fara á hausinn því þá fer hagkerfi heimsins með. Þeir sem tóku að sér að tryggja alla fyrir tapi, eru sennilega ekki að gera það gott nú um stundir. Það hefur verið bent á það með sterkum rökum hvað geti gerst í bandarísku samfélagi þegar almenningur fattar stöðu sína sem skattgreiðendur. Götuóeirðir og hálfgerð borgarastyrjöld segja þeir svartsýnustu, en okkur hinum til mikils ama eru það sömu spámennirnir og spáðu nákvæmlega til um það sem gerst hefur síðustu mánuðina.

 Að bandarísk stjórnvöld taki ekki til og hendi út í hafsauga öllu þessu liði sem skapaði sjálfu sér viðlíka kjör og hér um ræðir bætir varla á skapgleði skattgreiðandans sem horfir á álögurnar hækka á næstu árum vegna greiðslna til tryggingataka um allan heim.

 Varla þarf að efast um að yfirmenn AIG eru ekki hæfir til að stjórna lítilli    kartöflupökkunarverksmiðju, hvað þá risastóru tryggingafélagi á heimsmarkaði. 


mbl.is AIG lofar að draga úr bónusgreiðslum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband