Færsluflokkur: Bloggar

Fyrstu uppsagnirnar í fjármálageiranum?

Ef þeir hafa selt stóran hluta eignanna og dregið saman rekstur, þá hljóta þeir að þurfa að fækka fólki.

Svoleiðis er þetta allavega í öðrum greinum atvinnulífsins.

En þessi bankastarfsemi lýtur allt öðrum lögmálum, hefur manni skilist síðustu árin, þannig að maður vaknar kannski í fyrramálið við auglýsingu frá Gnúp, í útvarpsvekjaranum, þar sem óskað er eftir starfsfólki.


mbl.is Samið um endurskipulagningu Gnúps
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt ár!

Svona af því að ég er búinn að blása út í dag, og kominn í betra skap, þá ætla ég bara að óska öllum gleðilegs nýs árs. Annað væri argasti dónaskapur.

Kannski er ég bara kominn í betra skap af því að verðbréfavísitölurnar í USA lækkuðu um 1,5 - 2,5% í dag, og ég búinn að ná mér niður á blaðamanna fíflinu. (sjá hér að neðan)

Nýarskveðja.


Að búa með fíflm.

 Mikið hlítur það að vera þreytandi fyrir sprenglærða háskólaspekinga að lifa í landi með slíkum idiótum sem íslenskur almúgi er.

Í kvöld var í Speglinum á Ríkisútvarpinu (í tilefni af vaxtabreitingadegi Seðlabankans) sagt frá bréfi sem þeir þar á bæ fengu frá einhverjum aula. Einhvað var maðurinn óhress með vextina sem okkur almúganum er skammtaður (ath að stór fyrirtæki og betur settir einstaklingar eru löngu búnir að færa viðskipti sín til útlanda) og nefndi sem dæmi hækkunina á húsnæðisláninu sem hann er að reyna að borga af með daglegu striti sínu.

Vegna málsins kölluðu Spegilsmenn til speking frá Háskólanum sem gat nú ekki skilið hvað fíflið var að pípa.

Í svona málum má ekki gleyma aðal atriðinu sagði spekingurinn. Jú sjáðu hvað íbúðin hefur hækkað mikið á sama tíma. Eignamyndunin hefur verið mun meiri en hækkun skulda á sama tíma!

Þar höfum við það. Við sem vorum svo heimsk að halda að við værum bara að borga af kofa yfir hausinn á fjölskyldunni og orðin frekar þreitt á að Seðlabankinn hækki vextina á lánunum ( til þess að refsa okkur fyrir þenslumyndandi bruðl þeirra sem eru að framkvæma fyrir innflutt fé) við erum sem sé bara á grænni grein.

Við erum að fjárfesta í eignamyndun.

Mikið líður mér betur, nú get ég sofnað sæll.


Af ferðalögum.

Var að koma heim í dag eftir smá rúnt, og lenti ekki í neinum afgerandi hremmingum. Eftir að hafa fyllt nokkrar töskur í Edinburgh með frúnni um síðustu helgi, sendi ég hana aftur heim (með allt dótið) og hélt áfram til Rotterdam með viðkomu í , að mig mynnir Norwich, og Amsterdam. 

 Var að spá í, í dag, vegna heitasta málsins að það ætti kannski að senda þá USAsísku á námskeið til starfsbræðra sinna á Schiphol.

Þó ég þyrfti auðvitað að taka upp Laptopinn og fara úr skónum þá hafði ekki nokkur maður áhuga á að vita hvenær ég var síðast á túr eða hvort ég hafi einvhertímann heitið Osama Bin Laden. Samt er ég karlmaður og möguleikinn því fyrir hendi.

Karlinn sem var í því að hjálpa mér að setja allt draslið í bakkana góðu sönglaði lag á meðann og ég er viss um að meiriparturinn af því fólki sem var við hliðið sem ég fór um var brosandi út að eyrum við vinnu sína. Hvergi varð maður var við að þessa þjóð þjakaði sjúkleg vænisýki eða að þeir teldu þá sem um völlinn færu vera það hættulega að betra væri að flytja þá til með fót, hand og mittisjárnum.

En erum við þá ekki einmitt komin að kjarna málsins? Hollendingar hafa síðustu áratugina ekki gert mikið af því að drulla yfir aðrar þjóðir eða kynþætti (og þá helst þjóðir sem minnst mega sín) og hafa ekki ástæðu til að setja upp varnarmúr sjúklegs ótta.

Við eigum ekkert að þurfa að láta koma okkur á óvart svona meðferð eins og Erla Ósk fékk í stærsta lögregluríki heims. Og við skulum ekki láta okkur dreyma um að þetta hafi verið eina sambærilega tilfellið þennenn daginn þar á bæ. Við vitum öll af fangabúðum þeirra og þeirri staðreind að þeir hafa ekki einu sinni treyst sér til að ákæra það fólk sem þeir telja stórhættulega glæpamenn. Núna var bara um að ræða íslenskan borgara, og því hrökkvum við í kút.

Þegar einstaklingur fer að átta sig á að hann hefur aflað sér fjölda óvina með framkomu sinni, lítur hann örar um öxl. Sama er með heila þjóð. Þegar það nær inn í þjóðarsálina að framkoma hennar við aðra hefur leitt til þess að menn eru tilbúnir til að ganga í dauðann til að hefna, þá grípur þjóðina örvæntingarfull vænisýki. 

   Einhverra hluta vegna hafa svo þjóðirnar sem kallast eiga vinaþjóðir, ekki haft brjóst í sér til að segja meiningu sína við viðkomandi eftir 11.sept, hvað varðar framkomu þeirra. Þetta er eins og framkoma við ekkjumann sem er við það að rústa restinni af lífi barna sinna með ofdrykkju, en enginn af fjölskyldu né vinum segir neitt þvi hann á svo bágt eftir konumissinn. Allir tippla á tánum eins og kötturinn í kringum grautinn.

Ég vona að ég eigi betri vini.

 


FL skúbb. Enn eitt heimsmetið!

Ég held að í dag hafi verið sett heimsmet í viðskiptaheimsku. Fyrirtæki sem sett var í viðskiptastöðvun í Kauphöllinni vegna óvissu um framtíð þess, kom aftur í umferð í morgun. Eftir fréttir gærdagsins og fregnir af því hvernig forráðamenn fyrirtækisins redduðu málunum, þá fannst aðili sem var tilbúinn í að kaupa bréf í félaginu á talsvert hærra gengi en reddingarferlið hljóðaði uppá. Þ.e, einhver keypti á genginu 16,35 en hlutafjáraukningin í gær hljóðaði upp á 14,7.

Þetta er algerlega æðislegt. Ég er ekkert lengur hissa á því að verðbréfamarkaðurinn á Íslandi sé eins og hann er.

Forsvarsmenn FL sátu yfir þessu í tæpa tvo daga og komust að þeirri niðurstöðu að enginn vegur væri að fá nokkurn til að koma inn með reddingarfé á hærra gengi en 14,7. Þessir aðilar hafa aðgang að öllum bókum félagsins (FL) og vita sennilega líka einir hvernig veðsetningastaðan er á þeim fasteignafélögum sem sett voru í púkkið.

Svo segir sagan að Fons fái líka að kaupa á genginu 14,7, allt að 10% hlut.

Getum við fengið að sjá mynd af þeim sem keypti í dag á 16,35. Var þetta kannski Hannes Smára


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband