5.12.2007 | 22:02
FL skúbb. Enn eitt heimsmetið!
Ég held að í dag hafi verið sett heimsmet í viðskiptaheimsku. Fyrirtæki sem sett var í viðskiptastöðvun í Kauphöllinni vegna óvissu um framtíð þess, kom aftur í umferð í morgun. Eftir fréttir gærdagsins og fregnir af því hvernig forráðamenn fyrirtækisins redduðu málunum, þá fannst aðili sem var tilbúinn í að kaupa bréf í félaginu á talsvert hærra gengi en reddingarferlið hljóðaði uppá. Þ.e, einhver keypti á genginu 16,35 en hlutafjáraukningin í gær hljóðaði upp á 14,7.
Þetta er algerlega æðislegt. Ég er ekkert lengur hissa á því að verðbréfamarkaðurinn á Íslandi sé eins og hann er.
Forsvarsmenn FL sátu yfir þessu í tæpa tvo daga og komust að þeirri niðurstöðu að enginn vegur væri að fá nokkurn til að koma inn með reddingarfé á hærra gengi en 14,7. Þessir aðilar hafa aðgang að öllum bókum félagsins (FL) og vita sennilega líka einir hvernig veðsetningastaðan er á þeim fasteignafélögum sem sett voru í púkkið.
Svo segir sagan að Fons fái líka að kaupa á genginu 14,7, allt að 10% hlut.
Getum við fengið að sjá mynd af þeim sem keypti í dag á 16,35. Var þetta kannski Hannes Smára
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.