Aumingja við!

 

 Einu sinni var ég frekar andvígur EU en svosem enginn öfgamaður í því.  Eitt kvöld fyrir framan TV fréttirnar snérist ég algjörlega á einni mínútu. Ástæðan var sú að maðurinn sem var að tala kom með þau mögnuðustu rök fyrir inngöngu okkar Íslendinga í EU sem ég hef heyrt, og því að taka upp EURO sem reyndar þá var bara gjaldmiðill í undirbúningi.                   Það rann upp fyrir mér ljós.

Maðurinn sagði svona u.þ.b orðrétt.

"Við verðum að átta okkur á því að ef við göngum í EU þá missa íslensk stjórnvöld allveg yfirráðin yfir íslenskum efnahagsmálum og geta ekkert  gert til að hafa áhrif á framgang þeirra".

Ég sat lengi huXi því á sömu sekúndunni rann upp í huga mér "hvað gæti betra komið fyrir íslenskan almenning".

Og þetta var þáverandi forsætisráðherra og núverandi Seðlabankastjóri sem var að tala.

Mergurinn málsins er sá að það erum bara við almúginn sem sitjum uppi með ónýta krónu og allar hennar afleiðingar. (og smáfyrirtækin) Þeir sem eiga eitthvað undir sér eru löngu komnir með allt sitt á hreint í erlendri mynt. Erlenda lánið mitt varð ég að taka gegnum íslenskan banka, bara til þess eins að borga honum þóknun fyrir viðvikið.

Við erum sem þjóð búin að sitja uppi með stjórnvöld áratugum saman sem hafa ekkert vit, eða getu, til að stjórna efnahagsmálum á þann veg að við hefðum sambærilega lífsafkomu og þjóðirnar næst okkur. Allavega hafa þeir ekki haft viljann, eða þá að samsæriskenningar sumra séu réttar og stjórnvöld hafi meir áhuga á að þjóna öðrum en þjóðinni.

Formaður Efnahags og viðskiptanefndar Alþingis sagði til dæmis í haust þegar EURO-upptöku umræða var í fjölmiðlum að hann væri ekkert viss um það að lægri vextir hentuðu íslendingum eins og staða efnahagsmála væri. Og þetta er einn af kjörnu fulltrúunum okkar.

Seðlabankinn baslast við að hækka vexti til að hægja á umsvifum í hagkerfinu en virðist ekki hafa vit til að átta sig á að peningarnir sem valda þenslunni eru innflutt fé sem þeir hafa ekkert með að segja. Okurvextirnir lenda bara á okkur almenningi, venjulegu fjölskyldufólki sem lítur ekki daglega á fasteignaverðið til að sjá hver "eignaaukningin "hefur verið, því við notum húsin/íbúðirnar bara sem þak yfir fjölskylduna. Á meðan heldur bygging ráðstefnu og tónlistarhallar áfram(ásamt öllu hinu) og þeir aðilar fara ekkert upp í Seðlabanka til að spyrja hvað má, þó stutt sé á milli.

Eða hefur einhver fréttamaður spurt á blaðamannafundum Seðlabankans (á vaxtabreitingadegi) hvort þeir í Seðlabankanum séu vissir um að peningarnir sem þeir eru að hækka vextina á séu sömu peningarnir og valda þenslunni.

Mín niðurstaða er því sú, eftir að hafa rennt huganum yfir ástand mála síðustu áratugi, að það besta sem þjóðinni gæti hlotnast sé að lostna undan áþján misvitra íslenskra stjórnmálamanna.

Það er eiginlega aumkunarvert að horfa upp á mann, berjast við að halda aftur af ofþenslunni, sem er til komin vegna slælegrar efnahagsstjórnunar hans sjálfs í fyrra starfi.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gott.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband