17.janúar.

Í dag verð ág að blogga. Við eigum afmæli, stórmennin. Davíð Oddson, Al Capone, Eimskip og 'EG. Því til viðbótar eitt Heklugos og Persaflóastríð.

Af hverju fæ ég það á tilfinninguna að öll þessi nöfn hafi í í upphafi verið talin góð og gerðar til þeirra væntingar en endað sem hörmung fyrir samfélag sitt. Hvað á ég eiginlega eftir að gera af mér?

En hvað um það. Ég er víst að blogga um frétt.

Ég bíð eftir uppsögnum hjá íslensku bönkunum. Þá mun vandamál sjúkrahúsa, dvalarheimila, leikskóla og annarra ummönnunar stofnana (við að fá ófaglært fólk til starfa) hverfa, því þeir íslensku munu byrja á að segja upp ræstingafólkinu og þeim sem VINNA lægst launuðu þjónustuvinnuna.

Og ekki er líklegt að starfslokasamningarnir verði til þess að halda því fólki frá vinnumarkaðnum til langs tíma.


mbl.is Deutsche Bank segir 300 manns upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband