Hér į sišum bloggheima, jafnt sem ķ fjölmišlum, koma oft upp afar skemmtileg ummęli manna, jafnt hįrra sem lįgra. Svo hefur einnig veriš ķ tengslum viš "nišurgang" hlutabréfamarkaša undanfariš.
Žessi ummęli, sem viršast höfš eftir Forsętisrįšherra, eru ein slķkra ummęla og vekja mig til umhugsunar um žaš hvort menn séu alveg tengdir jöršinni ķ žessum mįlum. Ef rétt er, aš žaš sem ég nota hér ķ fyrirsögn, hafi veriš nišurstaša fundar hįlfrar rķkisstjórnarinnar meš bankastjórum allra helstu banka landsins, žį undrar mig ekkert aš višbrögš eša višbragšsleysi rįšamanna, viš ašstešjandi/oršinni kreppu, hafi enginn veriš.
Halda menn, og trśa, aš žaš sé hęgt aš bjarga mįlunum meš žvķ aš fara ķ sameiginlega "kynningarstarfsemi". Halda menn aš žaš sé eitthvaš svo vel fališ og óljóst um ķslensk efnahagsmįl aš žaš eitt sé įstęšan fyrir neikvęšri sżn erlendra ašila į mįlin? Eša hvaš er žaš ķ rekstri ķslenskra fyrirtękja, sem skrįš eru į markaš, sem er öšrum huliš? Gefa žessi fyrirtęki ekki śt, allar žęr upplżsingar sem skylt er og krafist, eins og annarra žjóša fyrirtęki į markaši.
Eigum viš ekki bara aš višurkenna aš žessi dökka mynd sem dregin er upp ķ erlendum fjölmišlum, og okkur žykir svo óréttlįt og teljum vera vegna öfundar, er til kominn vegna žess sem vitaš er um ķslenskt efnahagslķf. Aušvitaš geta menn misreiknaš sig og birt eitthvaš sem kostar žį skašabętur, en ég fullyrši aš enginn erlendur fjölmišill hefur misreiknaš sig jafn hrapalega og greiningadeildir ķslensku bankanna hafa gert sķšustu mįnuši. Og ég man eftir ummęlum eins af ašalbankastjórum ķslensks banka sem sagši į fyrstu dögum nżlišins janśar aš hann teldi aš hlutabréf myndu hękka um 20% aš mešaltali į įrinu 2008. Skyldi hann žurfa aš borga skašabętur, gangi spįin ekki eftir.
Erlendir fjölmišlar og višskipta-greinendur vissu um hring-eigna-tengsl fyrirtękja ķ ķslensku Kauphöllinni og vörušu viš, aš žaš gęti leitt til "dómķnokubba" hruns žegar til lękkunar kęmi.
Erlendir ašilar vissu hve hįtt hlutfall Ķslensku Śrvalsvķsitölunnar eru fyrirtęki sem einungis gręša į žvķ aš hlutabréf hękki, hafa jafnvel enga ašra tekjuinnkomu. Žeir vörušu viš žvķ aš illa gęti fariš og Ķslandsmet sett ķ taprekstri. Hvernig halda menn aš śtkoma žeirra fyrirtękja verši į žessu įri, sem einungis hafa tekjur af žvķ aš selja hlutabréf į hęrra verši en žau voru keypt į.
Erlendir greinendur vissu hve skuldsett śtrįs ķslendinga var, og žurfa ekki neinar višbótar upplżsingar til aš breyta įliti sķnu, nś žegar kreppan er skollin į.
Barnaskapur eins og aš halda žvķ fram aš hįtt Skuldatryggingaįlag ķslenskra banka sé til komiš vegna skorts į upplżsingum, eša žvķ aš žeim sé refsaš fyrir aš vera ķslenskir er ótrślegur. Skuldatryggingaįlagiš er nįkvęmlega eins hįtt og menn telja aš įhęttan sé, og til aš meta žį įhęttu hafa žeir allar upplżsingar sem žarf. Sé žaš hęrra en almennt hjį evrópskum bönkum, žį er žaš vegna žess aš įhęttan er meiri.
Fólk er svo blįtt aš žaš lętur śt śr sér aš öfund ein rįši ferš danskra blaša og žeir žoli ekki aš ķslenskir aušmenn séu aš kaupa upp allar fasteignir ķ Kaupmannahöfn. Samt var fasteignafélagiš, sem mikiš var ķ fréttum vegna žess aš žaš hżsti nokkur dönsk rįšneyti, og ķslenskir ašilar keyptu, įšur ķ eigu dótturfélags General Motors. Slķkt er alžekkt ķ t.d. Danmörku og ekki beinlķnis eins og fyrstu erlendu fjįrfestarnir sem komu žangaš hafi veriš ķslenskir.
Og ekki voru ummęlin fyrir žennan fund gįfulegri en eftirmęlin. Žar var haft eftir Forsętisrįšherra aš af hįlfu rķkisstjórnarinnar vęri hafinn undirbśningur "til aš draga śr neikvęšum afleišingum hugsanlegrar lįnsfjįrkreppu į įžjóšamörkušum". Velkominn heim Geir minn! Hvernig var mannlķfiš žarna ķ Langtķburtulandi žar sem žś viršist hafa dvališ sķšustu mįnušina. Voru menn žar į hlaupum til aš reyna aš koma śt lįnsfé, sem enginn vildi.
Kreppan er komin. Menn geta talaš og bullaš og reynt allt sem žeir vilja. Hangiš į bakkanum og neitaš aš fara utar ķ laugina. Žaš breytir žó ekki žvķ aš best vęri aš spyrna sér bara strax ķ bakkann og leggja ķ sundferšina yfir, žó vatniš sé bęši kalt og gruggugt.
Ekkert breytir žvķ aš viš veršum aš synda yfir, ég er farinn af staš.
Ręddu stöšu į fjįrmįlamarkaši | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Flokkur: Višskipti og fjįrmįl | Facebook
Athugasemdir
Nįkvęmlega sammįla žessum góša pistli hjį žér Jóhannes.
Žórir Kjartansson, 14.2.2008 kl. 22:30
Alveg meirihįttar góšur pistill. Ég er ansi hręddur um aš žetta sé sannleikurinn ķ mįlinu. Menn hérlendis vilja ekki sjį raunveruleikann, enda miklu notalegra aš svķfa um į nżjustu lįntökunum. Nś er žvķ mišur aš skrśfast fyrir lįntökurnar og fólk veršur aš horfast ķ augu viš raunveruleikann. Flestir eru oršnir skuldugir upp fyrir haus.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skrįš) 16.2.2008 kl. 23:52
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.