Nú liggja Danir í því.

Eða frekar Glitnismenn. Mái kominn í stjórnarformanns stólinn.

Nú verður heldur betur tekið til hendinni. Hrikalega væri gaman að geta verið fluga á vegg fyrsta stjórnarfundarins.

Þó ég sé nú ekki neinn sérlegur aðdáandi þessara gjafakvótakerfis kalla, þá má Þorsteinn Már eiga það að hann er ekki með neinn rolugangs stjórnunarstíl. Það gengur sem hann tekur sér fyrir hendur. Og ég er hræddur um að það verði tekið til í Glitni.

Annað er stórmerkilegt við þetta. Nú virðist bara vera orðið í lagi (aftur) að kjósa slorkarla í þessar toppstöður. Eru þetta merki um að nú sé verið að leita á náðir reindra rekstrarkarla til að bjarga því sem bjargað verður? Manna sem hafa kynnst einhverju öðru en endalausum uppgangi og hækkunum allra eigna.

Hvar eru öll útrásar-bissness-séníin.


mbl.is Þóknun til stjórnarmanna Glitnis lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband