Lán í öllu óláninu.

 Þvílík himnasending þessi ummæli breska forsætisráðherrans. Það er algjörlega með ólíkindum hvað við vorum heppin sem þjóð að maðurinn skildi glopra þessu út úr sér. Þó ég sé almennt ekki trúaður á réttlæti heimsins er ég algjörlega sannfærður um að þetta er fjárhagslega björgunin sem Ísland þarf á að halda. Við munum fá skaðabætur frá breskum stjórnvöldum sem duga fyrir mestu af skuldum okkar erlendis.

 Eða þá lánið fyrir Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn. Það hefur ekkert annað náð inn í fréttatíma þjóðarinnar síðustu fjóra daga. Allir búnir að gleyma aðdraganda bankahrunsins og því hver var Fjármálaráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir og hverjir hafa setið í forsvari fyrir Ríkisstjórnum Íslands síðustu 17 árin.


mbl.is Ríkið íhugar að fara í mál vegna Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband