22.6.2009 | 00:14
Stórkostlegur vitnisburður......
......um útþanda menntaheimsku veraldarinnar.
Hvernig stendur á því að nokkur einasti vitiborinn maður með nokkurn vegin óalkahól-útþynntar heilasellur eyðir tíma sínum í að tala við þessi fyrirtæki. Þetta eru sömu aðilarnir og mátu hér allt í glimrandi lagi fyrir nokkrum mánuðum. Þetta eru sömu fyrirtækin og mátu bandarísku húsbréfavafningana bestu fjárfestingu aldarinnar. Þetta er sömu menn og gáfu íslensku bönkunum hæðstu einkunnir fyrir aðeins rúmu ári síðan.
Hvernig stendur á því að í vestrænum heimi eykst heimskan um 10% fyrir hvert 1% í hækkuðu menntastigi. Hvað varð um grunnhugsun menntunar, sem á ættir sínar að rekja aftur til grískra menntastofnana 2000 árum fyrir Krist, (ef ekki lengra) sem er gagnrýnin hugsun, og þar með sjálfsgagnrýni.
Hvernig stendur á því að korteri eftir gjaldþrot heillar þjóðar, taka forustumenn í íslenskum háskólastofnunum þátt í umræðu um að "framtíð íslands sé öfundsverð" meðal annars vegna þess að þjóðin sé svo vel menntuð.
Margir hafa áhyggjur af framtíð þjóðarinnar, flestir hafa peningaáhyggjur. Það hef ég ekki. Ég hef áhyggjur af viðbrögðum hennar. Hugmyndafræðileg getan til að takast á við ástandið er ekki til. Hið sama á reyndar við um allan hinn vestræna heim.
Lausnin á því að hagkerfið gekk ekki upp þegar almenningur var búinn að veðsetja sig til 40 eða 60 ára er sú að lengja í lánunum og íslendingurinn sem er að reyna að mögla við bankann sinn af því að bankinn vill lengja lánið hans fram á 120. afmælisdaginn hans, mætir engum skilningi.
Menntað fólk ætti að sjá að svona lagað er fásinna. Við eigum því litla von um bætt ástand, flestir virðast bara vera langskólagengnir.
Rætt við matsfyrirtækin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Loksins talar einhver af viti. Hressandi að sjá að heilbrigð skynsemi fyrirfinnst ennþá!
Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2009 kl. 03:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.