Fyrsta skrefið í yfirtöku?

Ef ég skil þetta rétt þá hafa Kaupþingsmenn samið við Landsbankamenn að hjálpa sér við að reyna að halda uppi verðinu á hlutafé í Kaupþingi.

"í því skyni að markaðsverð skapist á hlutabréfunum og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti"

Þá semsagt vitum við það að það er ekkert markaðsverð á hlutabréfum í Kaupþingi og Íslenska Kauphöllin er mjög óskilvirk og ógagnsæ.

Þá er sem sagt Landsbankinn búinn að lofa að kaupa í KÞ fyrir 400 millur á dag, (og reyna að selja í KÞ fyrir sömu upphæð, en ég veit nú ekki hvernig það mun ganga) þannig að það tekur ekki margar vikur fyrir LÍ að eignast Kaupþing.

Ég spái því að LÍ verði búnir að yfir taka Kaupþing fyrir vorið. Þ.e ef Kaupþing lifir þangað til.

En ég spáði nú líka að Íslendingar myndu valtra yfir Frakka í gær, svo þið skuluð ekkert taka mark á mér.


mbl.is Kaupþing semur við Landsbanka um viðskiptavakt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband