Brunaútsala á erlendum eigum.

Nú er farin af stað brunaútsala á erlendum eigum allra íslenskra fjármála og eignarhaldsfélaga. Í því árstandi sem nú ríkir á fjármálamörkuðum heimsins er ekki við því að búast að mikið fáist upp í 100% lánin sem tekin voru til að kaupa dótið.

Það liggur í augum uppi að viðskipti hefjast aldrei aftur með hlutabréf þeirra fyrirtækja sem stöðvuð voru á mánudagsmorgun. Menn geta svo sem prófað, ef þeir vilja sjá félag hverfa á einum degi.

FME og fjármálaráðuneytið ætti að sjálfsögðu að yfirtaka öll þessi félög strax ásamt Samson og nýta greiðslustöðvunartímann vel til að selja eignirnar með örlítið meiri yfirvegun en ráðrúm  fæst til nú. Einnig eru til heimildir til að framlengja greiðslustöðvun.

Ef allir útrásargæjarnir eru nú á þönum við að selja allar seljanlegar eigur sínar er hætt við að öngþveiti skapist. Kaupendurnir bíða varla í það löngum röðum að búast megi við umframeftirspurn.


mbl.is Exista tapaði 1,4 milljörðum evra á Sampo-sölunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband