Góð tíðindi.....

..........en gerum okkur grein fyrir afleiðingunum.

 Í samfélagi þar sem stærsti/stór hluti þjóðarinnar vinnur við verslun og þjónustu og afleidd störf, þá má gera ráð fyrir verulegum samdrætti í störfum þar. Sú fækkun starfa, til viðbótar við nánast útþurrkun starfa í mannvirkjagerð á höfuðborgarsvæðinu, þá verður ástandið ekki sérlega kræsilegt á næstu mánuðum. Það er alveg óhætt að fara að huga að atvinnuleysistölunum sem voru í Finnlandi eftir þeirra bankahrun og hætta draumórum (lygum) um eitthvað annað. Stýrivextir upp á 18% eru svo augljóslega viljandi aðgerð ákveðinna aðila til að gera ástandið enn verra.

 Verði svo hinni geðbiluðu tilraun, að setja krónuna á flot, hrint í framkvæmd erum við að tala um allsherjar þjóðargjaldþrot, ásamt persónulegu gjaldþroti meira en helmings einstaklinga innan hagkerfisins. (íslendingar eru auðvitað allir 300.000 gjaldþrota "globalt")

Þar sem enginn opinber aðili hefur séð hjá sér þörf til að upplýsa landsmenn um staðreyndir hef ég eins og ótal aðrir verið að reyna að finna mér upplýsingar sjálfur. Ég set hér inn töflu sem ég tók af vef Hagstofu Íslands og bætti svo við sjálfur "líklegri þróun" og "töpuðum störfum". Það geri ég meira að gamni mínu( þó ekki sé hér um neitt gamanmál að ræða) og vil taka fram að þetta eru aðeins hugleiðingar mínar.

Hver sem er getur nálgast svona tölulegar staðreyndir á vef Hagstofu Íslands og hvet ég alla til að afla sér þar upplýsinga eins og hægt er. Reikni svo hver fyrir sig.

Hvert gæti atvinnuleysið orðið?
Samtals
StarfandiLíkleg töpuð
20062007þróun %störf
Landið allsAlls169600177300  
HöfuðborgarsvæðiAlls110200116900  
 Landbúnaður og fiskveiðar alls18002000  
Landbúnaður (A)700800
Fiskveiðar (B)11001200
 Framleiðslustarfsemi alls2080021500  
Fiskiðnaður (DA 1520)500400
Annar iðnaður (D án DA 1520)1050010600-5%
Veitur (E)9001100
Mannvirkjagerð (F)90009400-80%-7520
 Þjónustustarfsemi alls8760093300  
Verslun og viðgerðarþjónusta (G)1790018300-25%-4575
Hótel- og veitingahúsarekstur (H)42004600-5%-230
Samgöngur og flutningar (I)89008300-10%-830
Fjármálaþjónusta og tryggingar (J)56007100-40%-2840
Fasteignaviðsk. og ýmis þjón. (K)1200014000-10%-1400
Opinber stjórnsýsla (L)570060005%300
Fræðslustarfsemi (M)800087005%435
Heilbrigðis- og félagsþjónusta (N)17100168002%336
Önnur samfélagsleg þjónusta,81009500
 -16324
Heildar atvinnuleysi á Höfuðborgarsvæðinu-14,0%
Heildar atvinnuleysi á Landinu-9,2%   

 Það er kominn tími til að þjóðin fari að gera sér grein fyrir staðreyndum. Þó ég sé svartsýnn(raunhæfur) þá er að verða nokkuð ljóst að Þjóðhagsspá mín um 10 - 20.000 atvinnulausir + 10 - 20.000(íslendingar) sem flytja úr landi og helmingur þjóðarinnar gjaldþrota (í íslensku hagkerfi) er verulega raunhæfari en sú glansmynd sem íslensk stjórnvöld eru að reyna að telja þjóðinni trú um.

 Framhald stjórnvalda á sömu braut, okur vextir, sjúkleg trú á íslenska krónu, og, sennilega það sem verst er, gríðarleg valdabarátta innan Sjálfstæðisflokks, mun leiða til endanlegrar glötunar þjóðarinnar.

Vonandi að við förum bráðum að losna við eitthvað af þessum dragbítum samfélagsins.


mbl.is Mesti afgangur á vöruskiptum frá því mælingar hófust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að þetta sé raunhæft sem þú segir.

Mikil bjartsýni hjá ráðamönnum eins og fyrri daginn.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband