6.11.2009 | 23:06
Tími til að kveðja
Bið að heilsa þeim sem nenntu að lesa eftir mig ruglið.
Sjáumst einhverstaðar þar sem Sigurður Einarsson er ekki ritstjóri.....Nei var það einhver annar ......jæja, það var allavega fyrrverandi bankastjóri einhvers gjaldþrota bankans sem var ráðinn ritstjóri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2009 | 00:14
Stórkostlegur vitnisburður......
......um útþanda menntaheimsku veraldarinnar.
Hvernig stendur á því að nokkur einasti vitiborinn maður með nokkurn vegin óalkahól-útþynntar heilasellur eyðir tíma sínum í að tala við þessi fyrirtæki. Þetta eru sömu aðilarnir og mátu hér allt í glimrandi lagi fyrir nokkrum mánuðum. Þetta eru sömu fyrirtækin og mátu bandarísku húsbréfavafningana bestu fjárfestingu aldarinnar. Þetta er sömu menn og gáfu íslensku bönkunum hæðstu einkunnir fyrir aðeins rúmu ári síðan.
Hvernig stendur á því að í vestrænum heimi eykst heimskan um 10% fyrir hvert 1% í hækkuðu menntastigi. Hvað varð um grunnhugsun menntunar, sem á ættir sínar að rekja aftur til grískra menntastofnana 2000 árum fyrir Krist, (ef ekki lengra) sem er gagnrýnin hugsun, og þar með sjálfsgagnrýni.
Hvernig stendur á því að korteri eftir gjaldþrot heillar þjóðar, taka forustumenn í íslenskum háskólastofnunum þátt í umræðu um að "framtíð íslands sé öfundsverð" meðal annars vegna þess að þjóðin sé svo vel menntuð.
Margir hafa áhyggjur af framtíð þjóðarinnar, flestir hafa peningaáhyggjur. Það hef ég ekki. Ég hef áhyggjur af viðbrögðum hennar. Hugmyndafræðileg getan til að takast á við ástandið er ekki til. Hið sama á reyndar við um allan hinn vestræna heim.
Lausnin á því að hagkerfið gekk ekki upp þegar almenningur var búinn að veðsetja sig til 40 eða 60 ára er sú að lengja í lánunum og íslendingurinn sem er að reyna að mögla við bankann sinn af því að bankinn vill lengja lánið hans fram á 120. afmælisdaginn hans, mætir engum skilningi.
Menntað fólk ætti að sjá að svona lagað er fásinna. Við eigum því litla von um bætt ástand, flestir virðast bara vera langskólagengnir.
![]() |
Rætt við matsfyrirtækin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2009 | 13:15
Þetta er alveg rétt.
það tekur því ekki að innkalla veiðiheimildirnar því sjávarútvegurinn er allur gjaldþrota hvort sem er og verkefni bankanna næstu misserin verður að ákveða hvað þeir eigi að gera við kvótann sem þeir sitja uppi með.
Það er með ólíkindum að hlusta á forsvarsmenn þessa kerfis koma fram í fjölmiðlum og tala kinnroðalaust um að það standi til að setja allt í uppnám með fyrningaleið.
Engir eru búnir að gera upp gjaldmiðlaskiptasamningana sem þeir gerðu, þar sem þeir tóku stöðu með krónunni, allar greiðslur af erlendum lánum eru frystar, og það er eina ástæðan fyrir því að bankarnir eru ekki byrjaðir að ganga að sjávarútvegsfyrirtækjum. Hver þeirra eru svo rekin í gjörgæslu bankanna, nú þegar, höfum við almenningur ekki hugmund um.
Mín skoðun er reyndar sú að bankarnir fari á hausinn út af þessu. Skuldir sjávarútvegsins eru ekki undir 500 milljörðum og því engin möguleiki fyrir greinina að borga þær.
Sigurgeir (Binni) í Vinnslustöðinni telur að allir fari í þrot á 7 árum vegna fyrningaleiðar. Ég staðhæfi að ekkert (nema örfá velrekin fjölskyldufyrirtæki) sjávarútvegsfyrirtæki verði til í núverandi mynd eftir 7 á, þó kerfið verði óbreitt.
Yfirveðsetning kvóta í arfavitlausu kerfi er grunnurinn að óförum okkar íslendinga.
![]() |
Skora á stjórnvöld að hverfa frá fyrningarleið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2009 | 12:08
Þeir hjá AIG vita..............
..........að þeir geta hagað sér eins og þeim sýnist. Ástæðan er sú að það er ekki hægt að láta þá fara á hausinn því þá fer hagkerfi heimsins með. Þeir sem tóku að sér að tryggja alla fyrir tapi, eru sennilega ekki að gera það gott nú um stundir. Það hefur verið bent á það með sterkum rökum hvað geti gerst í bandarísku samfélagi þegar almenningur fattar stöðu sína sem skattgreiðendur. Götuóeirðir og hálfgerð borgarastyrjöld segja þeir svartsýnustu, en okkur hinum til mikils ama eru það sömu spámennirnir og spáðu nákvæmlega til um það sem gerst hefur síðustu mánuðina.
Að bandarísk stjórnvöld taki ekki til og hendi út í hafsauga öllu þessu liði sem skapaði sjálfu sér viðlíka kjör og hér um ræðir bætir varla á skapgleði skattgreiðandans sem horfir á álögurnar hækka á næstu árum vegna greiðslna til tryggingataka um allan heim.
Varla þarf að efast um að yfirmenn AIG eru ekki hæfir til að stjórna lítilli kartöflupökkunarverksmiðju, hvað þá risastóru tryggingafélagi á heimsmarkaði.
![]() |
AIG lofar að draga úr bónusgreiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2009 | 20:39
En....
..........þetta er nú einu sinni upphafið að öllu sukkinu, þannig að hvernig ætti sjávarútvegurinn annars að geta verið annað en gjaldþrota líka.
Ef við gefum okkur, til að einfalda bókhaldið, að vextirnir séu settir í liðinn rekstrargjöld, þá verður afborgunarliður langtímalána u.þ.b svona.
Hreinn rekstrarhagnaður af veiðum og vinnslu 10% af 150 milljörðum eða 15 milljarðar.
Með þeim þarf að borga niður, segjum bara 3,5 sinnum 150 milljarða eða 525 milljarða.
Þannig að það tekur ekki nema 35 ár að borga niður núverandi skuldir, því verður lokið um 2045.
En þá má heldur ekki taka eina krónu að láni til viðbótar þessi 35 ár til að endurnýja eitt né neitt.
Meðalaldur íslenska fiskiskipaflotans var í ársbyrjun 2006, 22,3 ár (samkvæmt Google, en þaðan kemur öll viska heimsins) þannig að eftir 35 á í viðbót + þau tvö ár sem liðin eru síðan 2006 þá verður þetta ekki nema um 39 ára meðalaldur þegar við getum farið að endurnýja aftur.
Ég er að hugsa um að hætta á sjó fljótlega.
![]() |
Alvarleg staða sjávarútvegs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2009 | 22:28
Neðsti múrsteinninn í píramída á hvolfi?
Síðustu vikur hef ég velt fyrir mér hvort AIG sé sú litla þúfa sem frjálshyggjukerfi heimsins hangir enn á. Ef hún bresti, þá fari þunga hlassið á óstöðvandi lóðrétt flug, niðurávið. Það dylst sennilega ekki nokkrum manni að hagkerfi Vesturlanda er í dauðateygjunum. Dýpt heimskreppunnar sem á eftir fylgir fer svo eftir því hvernig mönnum tekst að spila úr hlutunum, og það nauðsynlegasta til að spila rétt er að gera sér grein fyrir ástandinu.
Allt hagkerfi Vesturlanda er keyrt áfram á hugmyndafræði kapítalisma og frjálshyggju. Allar stofnanir, allt frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum, ríkisstjórnum og niður í skilanefndir íslensku bankanna, vinna eftir þeirri hugmyndafræði að þannig skuli það vera. Sumir fylgja stefnunni vegna öfgatrúar en aðrir vegna þess að þeir þekkja ekkert annað. Stefnan er það sem almennt er viðurkennt, eins og Gunnar Tómasson hagfræðingur orðaði það.
Allir hagsmunaaðilar á Vesturlöndum, þar með talinn Sjálfstæðisflokkurinn á íslandi, standa í ströngu við að afneita ástandinu. Með ályktun sinni um að ekkert hefði brugðist í stefnunni, heldur hefði ákveðnir einstaklingar klikkað, þá gaf hann okkur kjósendum í raun út þá stefnu sína að haldið skuli áfram á sömu braut og áður og allt byggt upp að nýju, með sama sniði og var. Uppgjörið við fortíðina er ekkert og allt gert til að klína ástandinu á ákveðna einstaklinga, sem eru að hætta í forystusveit flokksins hvort eð er.
En snúum okkur að AIG, holdgervingi þess kerfis sem nú er í andaslitrunum. Á þeim bæ tryggðu menn allt sem hugsast gat, og mest aðra fyrir mögulegu tapi. Tap er nokkurn veginn að eina sem hægt er að ganga að vísu næstu misserin. Það gefur því auga leið að fyrirtækið er algjörlega dauðadæmt, í raun dautt nú þegar og við verðum að snúa okkur að hinni hliðinni til að draga ályktanir um framhaldið.
Bandarísk stjórnvöld eiga nú þegar 80% hlut í félaginu. Miðað við ný upplýst heimsmet í ársfjórðungstapi er mög líklegt að innan skamms verði félagið tekið að fullu. Og þá er spurning hvort bandaríska ríkið verði ábyrgt fyrir þeim fjárhæðum sem greiða þarf út til tryggingataka. AIG starfaði ekki bara á bandarískum markaði, þannig að þar á bæ eru menn ábyrgir fyrir óhugnanlegum fjárhæðum um allan heim.
Niðurstaðan er því einföld. Tvær leiðir eru í stöðunni. Önnur að láta félagið falla ,eða réttara sagt tilkynna þeim sem tryggðu sig hjá félaginu að þeir megi bera tap sitt sjálfir, (AIG er auðvitað gjaldþrota) og hin leiðin að velta gríðarlegum fjárhæðum yfir á bandarískan almenning í formi skatta. Þá er hætt við að hin fögru fyrir heit leiðtoga heimsins, um að nú verði að standa saman og enginn megi loka sig af í sínu horni, gufi upp. Stór hluti þessara skattaálaga mun fara í að greiða erlendum aðilum bætur og við sem sáum hvað lítið atvik eins og ICESAVE gat komið af stað hörðum viðbrögðum, gerum okkur grein fyrir hverjar afleiðingarnar af slíku gætu orðið.
Mín niðurstaða er einfaldlega sú að AIG sé dauðadæmt. Ég sé ekki að skattgreiðendur í Bandaríkjunum sætti sig við að borga brúsann. Ég sé ekki að almenningur í Bandaríkjunum ráði við að borga brúsann. Þegar það verður tilkynnt mun ný dýfa fara í gang. Þjóðarleiðtogar vesturlanda munu halda enn fleiri ráðstefnur og gefa í framhaldi af þeim út enn fegurri fyrirheit. Sérfræðingar munu tilkynna okkur nýjan tímapunkt á lokum niðursveiflunnar, og svo verður smá pása þar til næstu ótíðindi birtast.
Með þessu móti tekst að treina niðursveifluna í nokkur ár. Neita að horfast í augu við staðreyndir og ákveðnum stjórnmálaöflum tekst kannski að halda andlitinu aðeins lengur. Jafnvel fram yfir nokkrar kosningar.
En raunveruleikinn er alltaf sá sami. Hagkerfi vesturlanda gengur ekki upp. Kapítalisminn og Frjálshyggjan eru kerfi sem geta ekki gengið, og ástæðan er algjör feill í grunn hugsuninni. Fyrir löngu hentu menn fyrir róða, tengingu peninga við raunverðmæti og uppskera nú hagkerfi sem er uppskrúfarð 20 til 30 falt. Það skiptir í raun engu hvort er, eða hvort einungis sé um 10 földun að ræða. Eini munurinn er sá að afskrifa þarf 9/10, 19/20 eða 29/30. Allir sjá að það skiptir engu hvert er.
Reiknaður hagvöxtur þjóða og vaxtareikningur á fjármagni er höfuðástæða þess að ég tel að nútíma hagfræði gangi ekki upp. Ég fer ekki út í það nánar núna en til að byrja með, vil ég benda á frábæra grein sem ég rakst á. Hún er góð til að hugsa hagfræði upp á nýtt, alveg frá grunni.
Farið inn á http://hjalli.com/2009/02/07/timi-storra-breytinga/ og lesið þessa grein. Hún er frábær.
![]() |
AIG í raun vogunarsjóður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.2.2009 | 17:58
Það var og.
Maðurinn er þá væntanlega að tala um eitthvað svipað og á síðasta ári, þegar efnahagskerfi þjóðarinnar var talað í rúst.
Þetta er algjörlega stórkostlegt. Djöfull getur vitlaust lið komist í háar stöður, og ég sem hélt að ég væri bara venjulegur sjómaður vegna þess að ég hafði ekki vit til að ná lengra upp metorðastigann.
Einu sinni var þetta kallað hjátrú og kennt við fólk sem ekki var mikið siglt, talið kjánar. T.d að bóndinn mátti ekki fara út á brókinni til að gá til veðurs um heyskapinn því þá færi að rigna og einu sinni mátti ekki benda á skip því þá átti það að sökkva.
Að það megi ekki tala um raunveruleikann því þá hækki mintkörfulánið eða atvinnuleysið aukist, fólkið verði blankara.
Þór minn kæri. Gjaldþrota fyrirtæki fer á hausinn hvort heldur við tölum um það eða ekki.
Einu sinni var skip á leiðinni frá Englandi til USA, það sigldi á ísjaka á leiðinni og sökk að lokum. Klukkustundum saman var fólk ekki látið vita hvað raunverulega var að gerast og í öngþveitinu sem skapaðist í lokin, þegar skipið loks var að far niður, fórust nokkur hundruð fleiri en þó hefðu þurft að farast ef menn hefðu strax metið stöðuna rétt og greint frá því hvað væri í vændum.
Fyrir okkur sem lifum í raunveruleikaheimi var dreginn lærdómur af þessar feigðar ferð, reyndar á margan hátt, og í mínu fagi er það einfaldlega regla númer 1, númer 2 og númer 3 að horfast í augu við staðreyndir STRAX.
Að lokum vil ég taka það fram, fyrir þá sem lifa í draumaheimi, að Titanic sökk ekki vegna þess að ákveðnir einstaklinga í hópi farþega voru farnir að tala um það eftir áreksturinn að líkleg myndi skipið sökkva.
![]() |
Ekki má „tala niður" íslenskt efnahagslíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.2.2009 | 15:34
Er ekki að verða tímabært.....
....að þjóðin fari að horfast í augu við staðreyndir.
Eins og einn viðmælanda Egils sagði í Silfrinu um síðustu helgi þá er þetta löngu farið að snúast um það hvort þjóðin eigi mat á morgun.
Hrun hagkerfis vesturlanda varð vegna þess að það var bara hlustað á annan aðilann í partíinu. Látum það okkur að kenningu verða og förum núna að hlusta á þá líka sem eru áhyggjufullir og vilja meina að framtíðin sé verulega svartari en stjórnvöld láta í veðri vaka.
Við getum stundað Pollýönnuleik fyrir framan spegilinn, þegar við hugum að hrukkunum eða á baðvigtinni, en í raunheimum er æskilegt að reyna að gera sér grein fyrir því hvernig ástandið getur verst orðið.
Ég hef oft tekið þátt í því að sjóbúa skip vegna slæmrar veðurspár en ég mynnist þess ekki að skipið hafi orðið fyrir skakkaföllum vegna sjóbúnaðarins, þó veðrið hafi ekki orðið jafn slæmt og veðurspáin sagði.
Hverj á það til dæmis að breyta þó banki leysi til sín bílaumboð. Breytir það þeirri staðreynd að bílasala hefur dregist saman um 95 - 98%. Bílaumboðið er alveg jafn ófært um að hafa fólk í vinnu við það að selja enga bíla, og áður.
Við verðum bara að horfast í augu við staðreyndir. Sumar atvinnugreinar munu bara þurrkast út.
![]() |
„Það allra versta í 28 ár“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2009 | 17:45
Ég er bara ekki alveg að skilja þessa umræðu.
Mér vitanlega er enginn að deila neitt við seðlabankastjórana. Forsætisráðherra sendi þeim öllum bréf og óskaði eftir að þeir létu af störfum og tilkynnti þeim í leiðinni að til stæði að breyta lögum um Seðlabankann þannig að stöður þeirra yrðu lagðar niður.
Alþingi tekur lagabeitinguna til meðferðar og mér vitanlega situr enginn af Seðlabankastjórunum þar og hafa því einfaldlega ekkert með málið að gera. Þeir eru einfaldlega bara venjulegir NOBÁTÍ embættismenn sem missa vinnuna sína um leið og lög breytast. Slíkt hefur gerst hundrað sinnum áður.
Og þeir sem halda að Jóhanna sé að eyða tíma sínum í að deila við einn þeirra, Davíð Oddson, hljóta að ganga um með þann skrítna misskilning í kollinum að völdin liggi einhverstaðar annarstaðar en á Alþingi.
Meirihluti þingmanna á Alþingi stendur ekki í neinum "hörðum deilum" ´við fólk út um allan bæ, þó til standi að breyta lögum.
![]() |
Seðlabankastjórar telja að sér vegið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.2.2009 | 22:18
Stormur í vatnsglasi.
Hvaða voðalega mál er fólk að gera úr þessu. Þetta er svona álíka merkilegt og Leiðarljós og Dallas.
Hver bjóst við því að Davíð myndi segja af sér? Hverjum dettur í hug að Jóhanna nenni að lesa svarbréfið, fyrr en þá í fyrsta lagi í kvöld þegar hún skríður upp í, svona til að hlæja smá fyrir svefninn?
Það er bara verið að henda óhæfum aðilum út úr opinberri stofnun, og hverjum er ekki sama þótt það kosti nokkra tugi miljóna. Þeir peningar fást margfalt til baka þegar við náum vaxtalækkunum á erlendu lánin vegna þess að það eru ekki gjaldþrota jólasveinar við völd í samfélaginu lengur. Vextir eru nefnilega reiknaðir út frá áhættunni sem fylgir lántankandanum.
Er fólk búið að gleyma því að þeir settu bankann sinn á hausinn með því að kaupa verðlaust rusl af einum viðskiptabankanum, rétt fyrir hrunið í haust. Ríkissjóður varð að bjarga Seðlabankanum fyrir horn með því að kaupa þessa verðlausu pappíra af honum, með skattpeningum almennings.
![]() |
Davíð segir ekki af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)