8.2.2009 | 21:41
Að ráðstafa tapinu. Hugleiðingar um verðtryggingu.
Eitt af því stærsta sem vestrænir stjórnmálamenn hafa staðið frami fyrir síðustu áratugina er sú spurning hvað eigi að gera við tapið sem kom í ljós við hnattrænt hrun frjálshyggjunnar. Það er nefnilega svo skondið að einhvernvegin þarf að ráðstafa fyrirbrigðinu, þó allt hafi það verið byggt á óraunverulegu loftbólurugli sem í raun voru aldrei nein verðmæti.
Þegar menn standa frami fyrir vandasömum úrlausnum er mikilvægt að kafa djúpt, og skilgreina, að öðrum kosti er líklegt að úrræðin verði bara áframhaldandi klastur til að lappa upp á ónýta hluti.
Í stöðunni sem nú er uppi er hin risastórra spurning því eftirfarandi. Hverjir eiga að taka á sig tapið? Frjálshyggjan er fljót að svara. Í hennar heimi er ekkert heilagra en fjármagnið og því engin spurning að senda á reikninginn beint á almenning. Síðustu mánuði höfum við hundruð dæma um slík uppgjör frá vöggu frjálshyggjunnar, Bandaríkjunum, þar sem almannafé er ausið í botnlausa hít einkafyrirtækja án þess svo mikið sem setja einn tilsjónarmann um hvernig fjármununum er varið.
Á Íslandi stöndum við frammi fyrir sömu spurningu, og ekki er að sjá að svörin verði önnur, að öðru leiti en því að hér á landi hafa menn haft vit á að taka sér stjórnunarlegt áhrifavald með framlaginu, allavega í flestum tilvikum.
Í frábæru viðtali í Silfri Egils í janúar síðastliðin, benti Gunnar Tómasson hagfræðingur á hvers vegna við í raun fáum engar aðrar hugmyndir um lausnir á vandanum. Á honum var að skilja að það væri sama hvert leitað yrði eftir aðstoð eða sérfræðiráðum, niðurstaðan yrði alltaf mjög áþekk af þeirri ástæðu að allt hagkerfi vesturlanda sé byggt upp með sömu hugmyndafræðinni og allir sem í því starfa, nálgist viðfangsefnið út frá þeim einsleitu hugmyndum sem almennt séu viðurkenndar.
Í raun er þetta afskaplega alvarleg staðreynd, og til sönnunar því að Gunnar hefur rétt fyrir sér varðandi hve einsleitur sérfræðingahópurinn er tek ég tvö dæmi.
Í nýlegu viðtali við Bankastjóra Nýja Kaupþings lýsir hann því, hve mikinn áhuga hann hafi á því í samstarfi við aðra banka og opinbera aðila að endurreisa hlutabréfamarkaðinn á Íslandi. Maðurinn er sem sagt í forsvari fyrir eina rústina af fjármálakerfi þjóðarinnar en virðist ekki vera mikið að velta fyrir sér því brýnasta sem varðar hag almennings, sem margur hvert á þó efnahagslegt líf sitt undir hvernig bankanum hans tekst að vinna úr erfiðum málum.
Í lítilli fréttaskýringu í Fréttablaðinu 6.janúar síðastliðin var vitnað í grein úr Economist sem fjallaði um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Niðurstaða greinarhöfundar var að kerfið væri gott en að bæta mætti það verulega ef þar væru innleidd afleiðuviðskipti!!! Sem sagt, kerfi sem er án efa stærsta rót þess vanda sem Íslendingar eiga við að etja, þar sem hægt var að veðsetja óveiddan fisk til áratuga, má bæta með afleiðuviðskiptum sem líklega er stærsta ástæða heimskreppunnar sem nú dynur yfir.
En hvernig má þá nálgast vandamálið öðruvísi? Svarið við þeirri spurningu er sennilega ekki einfalt, en undanfarið hef ég þó velt því fyrir mér hve fáir hafa lagt sig niður við að skilgreina og fanga spurningarnar sem við þurfum að spyrja okkur fyrst, áður en svarið finnst við þeirri stóru.
Hugsum um hvernig efnahagskerfi er byggt upp í sinni einföldustu mynd. Í mínum huga er það þannig að grunnur alls er eitthvað sem við getum nefnt "neitandi". Í þeim pakka er allt sem fólkið langar í, vantar, þráir, verður að fá o.s.f. endalaust. Allt efnahagskerfi heimsins byggir á þessum "neytanda" meira að segja geimferðir, því þær eru ekki farnar nema vegna þess að hópur/þjóð er tilbúin að láta eyða hluta skattpeninga sinna, til þess þá sennilega að uppfylla einhverskonar stolt.
Hinn aðilinn í kerfinu er svo "framleiðandinn". Allur sá pakki sem fundið hefur upp á einhverju til að uppfylla þarfirnar sem neitandinn hefur. Allt sem við gerum í heiminum snýst um þetta, framleiðsla á vöru jafnt sem þjónustu.
Þriðji þátturinn sem taka þarf inn í dæmið eru peningar/fjármagn. Fyrirbrigði sem sennilega hefur orðið til í fyrndinni þegar menn létu af einföldum vöruskiptum.
Mín skoðun er sú að neitandinn sé hér mikilvægast af öllu, þvert á átrúnað frjálshyggjunnar. Margir muna og fleiri hafa heyrt af þeim tíma þegar lán voru ekki verðtryggð og brunnu í raun upp áður en fólk náði að borga þau. Fjármálastofnanir voru þá allar í eigu hins opinbera og auðvitað hafði tímabilið á sér þann galla að fólk sleit hnjáskeljunum við að væla út lán til framkvæmda hjá bankastjórum. Það breytir þó ekki því að á þessum tíma var ýmiskonar uppbygging í samfélaginu og hagkerfið rúllaði með sínum göllum. M.ö.o, það fór ekki allt í þrot þó peningarnir/fjármagnið væri að tapa.
En takið því ekki þannig að ég sé að biðja um þessa tíma aftur. En nú þegar peningarnir/fjármagnið hefur valdið alheimskreppu vil ég meina að það sé ekkert eðlisfræðilögmál að velta skuli tapinu yfir á almenning (neitandann). Með því veikjum við grunninn, tökum úr umferð stóran hóp fólks sem ekki kemur til með að vera annað en þrælar skuldanna og þar með ekki þátttakendur í því að byggja upp efnahagskerfið. Verða óvirkir neytendur til langs tíma.
Mín niðurstaða er því sú að taka eigi verðtygginguna af nú þegar, og átti auðvitað að gera það strax í haust leið. Leyfa fjármagninu að taka á sig, sinn hluta þess sem afskrifa verður. Auðvitað rýrna bankainnistæður, lífeyrissjóðir og aðrar peningaeignir en með því minkum við álagið á þann þátt sem er efnahagskerfinu mikilvægari, "neitandann".
Það skiptir í raun litlu hvaða ríkisstjórn við höfum. Meðan enginn stjórnmálamaður hefur til þess kjark að taka slíka ákvörðun erum við í raun að spila áfram með sjónarmið frjálshyggjunnar að leiðarljósi. Skjaldborgin sem slá á um heimilin verður þá byggð úr jafn löngum skuldahala og áður.
Önnur úrræði sem ríkisstjórnin grípur til snúast þá að mestu um tímalengdina sem fyrirfram ákveðinn hópur fær til að borga brúsann. Enginn talar um að minnka pakkann sem á herðar hans verður lagður.
Og við munum búa áfram við auðvaldshyggju. Kerfi þar sem verja verður fjármagnið með öllum ráðum, það verður áfram heilagt á kostnað neitandans, sem er efnahagskerfinu þó mun mikilvægari.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.1.2009 | 19:11
Heimsmet í valdahroka.
Það er alveg svakalegt að fylgjast með ummælum Sjálfstæðismanna þessa dagana. Eiginlega er maður farinn að halda að þetta sé alls ekki pólitískt valdatafl heldur trúi þeir bara í alvöru að svona séu hlutirnir. Við höfum öll séð talsmenn stjórnmálahreyfinga halda fram ágæti síns flokks en svona hroki getur ekki stafað af öðru en raunverulegri trú á að allt sé í fínasta lagi og ekkert aðfinnsluvert við stefnu og framferði þeirra síðustu 18 árin.
En hvernig getur lið sem stjórnað hefur þjóðinni síðustu 18 árin, gert annanhvern landsmann gjaldþrota í eigin hagkerfi og þjóðina algjörlega gjaldþrota í hagkerfi heimsins, hegðað sér eins og enginn sé betur fallinn til forystu, aðrir en þeir. Og því til viðbótar eru þeir málefnalega gjaldþrota sjálfir, þar sem stefnan sem þeir hafa boðað og framfylgt síðustu árin er hrunin á heimsvísu.
Þeir gátu ekki gefið eftir forsætisráðherra embættið vegna þess að þeim fannst að stærsti flokkurinn ætti að fara með það. Þeir meira að segja töldu að ef til þjóðstjórnar kæmi þá væri enginn betur fallinn til forystu aðrir en þeir.
Stundum var ég farinn að halda að þeim væri ekki alvara, væru farnir að grínast með þeim erlendu aðilum sem hæða þjóðina fyrir að sitja uppi með sama liðið og setti hana á hausinn, mánuðum samann.
Að sitja í efnahagsöskuhaug brunarústa eigin gerða og hafa af því áhyggjur að þeir sem við taki klúðri ríkisfjármálunum hlýtur að vera sönnun fyrir verulegum skorti á raunveruleikaskini.
Algjör firring.Geir óttast sundrung og misklíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
11.1.2009 | 22:35
Hver á kvótann?
Ætli mann greyið sé að átta sig á því að allar veiðiheimildir þjóðarinnar eru hvort eð er, nú þegar, veðsettar í EU þannig að þegar gengið verður að gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtækjum, á næstu mánuðum, þá höfum við ekkert um það að segja hvað þeir gera við kvótann.
Manni skilst að fyrstu fyrirtækin standi ekki af sér, ef gjaldmiðla skiptasamningarnir verða gerðir upp á óhagstæðu gengi dagsins í dag. Annars hélt ég að framvirkir gjaldmiðla skiptasamningar væru áhættuviðskipti fyrir fjármálaspekúlanta en ekki aukastarf fyrir fjármálastjóra fyrirtækja sem flaka og selja fisk.
Uppgjör þarf að fara fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2008 | 11:39
Snilldar hugmynd
Það á að drífa í þessu strax, áður en Sjálfstæðisflokknum tekst að raða sínu liði aftur þar sem þeir hafa ítök til að færa bankana í hendur "réttra" aðila aftur. Það á að gera þetta við alla bankana þrjá. Ganga til samninga við stærstu skuldaeigendurna um að koma inn sem eigendur. Þannig björgum við gríðarlegum verðmætum (allavega fyrir skuldaeigendurna) og leggjum okkar að mörkum til að forða heimskreppunni sem reyndar virðist vera óumflýjanleg. Lánadrottnar gömlu bankanna þyrftu þá allavega ekki að afskrifa íslenska pakkann alveg strax.
En það besta er að sjálfsögðu að íslenskur almenningur yrði laus við "innanríkispólitískt" stjórnað bankakerfi. Og gleymum ekki hvað þetta hefði bætandi áhrif á ímynd og sálarástand þjóðarinnar, allavega þann hluta hennar sem finnst þeir, fyrir tilstuðlan íslenskra stjórnvalda, vera orðnir alþjóðlegir vanskilamenn.
Danskur banki yfirtaki Kaupþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 13:09
Góð tíðindi.....
..........en gerum okkur grein fyrir afleiðingunum.
Í samfélagi þar sem stærsti/stór hluti þjóðarinnar vinnur við verslun og þjónustu og afleidd störf, þá má gera ráð fyrir verulegum samdrætti í störfum þar. Sú fækkun starfa, til viðbótar við nánast útþurrkun starfa í mannvirkjagerð á höfuðborgarsvæðinu, þá verður ástandið ekki sérlega kræsilegt á næstu mánuðum. Það er alveg óhætt að fara að huga að atvinnuleysistölunum sem voru í Finnlandi eftir þeirra bankahrun og hætta draumórum (lygum) um eitthvað annað. Stýrivextir upp á 18% eru svo augljóslega viljandi aðgerð ákveðinna aðila til að gera ástandið enn verra.
Verði svo hinni geðbiluðu tilraun, að setja krónuna á flot, hrint í framkvæmd erum við að tala um allsherjar þjóðargjaldþrot, ásamt persónulegu gjaldþroti meira en helmings einstaklinga innan hagkerfisins. (íslendingar eru auðvitað allir 300.000 gjaldþrota "globalt")
Þar sem enginn opinber aðili hefur séð hjá sér þörf til að upplýsa landsmenn um staðreyndir hef ég eins og ótal aðrir verið að reyna að finna mér upplýsingar sjálfur. Ég set hér inn töflu sem ég tók af vef Hagstofu Íslands og bætti svo við sjálfur "líklegri þróun" og "töpuðum störfum". Það geri ég meira að gamni mínu( þó ekki sé hér um neitt gamanmál að ræða) og vil taka fram að þetta eru aðeins hugleiðingar mínar.
Hver sem er getur nálgast svona tölulegar staðreyndir á vef Hagstofu Íslands og hvet ég alla til að afla sér þar upplýsinga eins og hægt er. Reikni svo hver fyrir sig.
Hvert gæti atvinnuleysið orðið? | |||||
Samtals | |||||
Starfandi | Líkleg | töpuð | |||
2006 | 2007 | þróun % | störf | ||
Landið alls | Alls | 169600 | 177300 | ||
Höfuðborgarsvæði | Alls | 110200 | 116900 | ||
Landbúnaður og fiskveiðar alls | 1800 | 2000 | |||
Landbúnaður (A) | 700 | 800 | |||
Fiskveiðar (B) | 1100 | 1200 | |||
Framleiðslustarfsemi alls | 20800 | 21500 | |||
Fiskiðnaður (DA 1520) | 500 | 400 | |||
Annar iðnaður (D án DA 1520) | 10500 | 10600 | -5% | ||
Veitur (E) | 900 | 1100 | |||
Mannvirkjagerð (F) | 9000 | 9400 | -80% | -7520 | |
Þjónustustarfsemi alls | 87600 | 93300 | |||
Verslun og viðgerðarþjónusta (G) | 17900 | 18300 | -25% | -4575 | |
Hótel- og veitingahúsarekstur (H) | 4200 | 4600 | -5% | -230 | |
Samgöngur og flutningar (I) | 8900 | 8300 | -10% | -830 | |
Fjármálaþjónusta og tryggingar (J) | 5600 | 7100 | -40% | -2840 | |
Fasteignaviðsk. og ýmis þjón. (K) | 12000 | 14000 | -10% | -1400 | |
Opinber stjórnsýsla (L) | 5700 | 6000 | 5% | 300 | |
Fræðslustarfsemi (M) | 8000 | 8700 | 5% | 435 | |
Heilbrigðis- og félagsþjónusta (N) | 17100 | 16800 | 2% | 336 | |
Önnur samfélagsleg þjónusta, | 8100 | 9500 | |||
-16324 | |||||
Heildar atvinnuleysi á Höfuðborgarsvæðinu | -14,0% | ||||
Heildar atvinnuleysi á Landinu | -9,2% |
Það er kominn tími til að þjóðin fari að gera sér grein fyrir staðreyndum. Þó ég sé svartsýnn(raunhæfur) þá er að verða nokkuð ljóst að Þjóðhagsspá mín um 10 - 20.000 atvinnulausir + 10 - 20.000(íslendingar) sem flytja úr landi og helmingur þjóðarinnar gjaldþrota (í íslensku hagkerfi) er verulega raunhæfari en sú glansmynd sem íslensk stjórnvöld eru að reyna að telja þjóðinni trú um.
Framhald stjórnvalda á sömu braut, okur vextir, sjúkleg trú á íslenska krónu, og, sennilega það sem verst er, gríðarleg valdabarátta innan Sjálfstæðisflokks, mun leiða til endanlegrar glötunar þjóðarinnar.
Vonandi að við förum bráðum að losna við eitthvað af þessum dragbítum samfélagsins.
Mesti afgangur á vöruskiptum frá því mælingar hófust | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.11.2008 | 14:55
Enn eitt glapræðið....
....frá gjörsamlega veruleikafirrtum stjórnvöldum.
Sú tilraun stjórnvalda sem líklega er nú í uppsiglingu að setja íslensku krónuna á flot og freista þess að koma af stað viðskiptum með hana á frjálsum markaði, er sennilega sú brjálæðislegasta sem upp hefur komið lengi. Er þó af nógu að taka.
Miðað við vaxtahækkun Seðlabankans og yfirlýsingar stjórnarliða undanfarið er ekki annað að sjá en til standi að gera slíka tilraun. Meira að segja hafa ráðamenn sett fram setningar eins og að "endurreisa trú " og "skapa traust" á íslenska krónu. Þrátt fyrir allar augljósar staðreyndir og niðurstöðu fyrri slíkra tilrauna ( samanber tilvitnun Lilju Mósesdóttur hagfræðings í örlög S- Kóreu) virðist firringin og staðreyndablindnin vera slík að engu viti verði komið fyrir Ríkisstjórn Íslands. Enda kannski ekki við slíku að búast eftir það sem sést hefur til þeirra síðustu vikur.
Til að trúa því að nokkurtímann framar verði hægt að fá nokkurn íbúa þessarar jarðarkúlu til að treysta íslenskri krónu, þarf fólk einfaldlega að vera algjörlega galið. Slík tilraun mun setja á hausinn þann hluta þjóðarinnar sem ekki varð gjaldþrota við vaxtahækkun Seðlabankans nýlega.
S-Kórea er iðnríki með miljónir íbúa, sem þar að auki átti í verulega minni hremmingum, en við í dag, ef miðað er við landsframleiðslu þjóðanna. Þegar þessi flottilraun var gerð þar féll gjaldmiðill þeirra strax um 49%. Hvaða viti borinn maður trúir því að það sama gerist ekki með íslensku krónuna, þegar ástandið í samfélaginu er þannig að fólk bíður í startblokkunum eftir að geta skipt krónum sínum í verðmæti. Sú staðreynd að gjaldeyrir er einfaldlega ekki til í landinu er einna ástæðan sem stoppar fólk af.
Ef menn, af pólitískum rétttrúnaði, geta ekki viðurkennt að leita þarf strax undir verndarvæng EVRU og þar með Seðlabanka Evrópu og freista þess að tengja krónuræfilinn þar fastan, þar til hægt verður að taka upp gjaldmiðil sem er einhvers virði, þá er nú að verða óhætt að endurhugsa hugtakið landráð.
Ekki svo mikið sem eitt sent verður til umráða á íslandi næstu árin, umfram þann gjaldeyri sem íslensk þjóð fær fyrir vörusölu sína erlendis. Þá staðreynd er bara best að viðurkenna strax og sætta sig við gjaldeyrisskömmtun í 1970 stíl, eins og verið hefur síðustu vikur.
Tími staðreynda hlýtur að fara að renna upp og þar með tími draumóra að líða undir lok.
Vonum það allavega, þjóðarinnar vegna.
13.10.2008 | 09:37
Lán í öllu óláninu.
Þvílík himnasending þessi ummæli breska forsætisráðherrans. Það er algjörlega með ólíkindum hvað við vorum heppin sem þjóð að maðurinn skildi glopra þessu út úr sér. Þó ég sé almennt ekki trúaður á réttlæti heimsins er ég algjörlega sannfærður um að þetta er fjárhagslega björgunin sem Ísland þarf á að halda. Við munum fá skaðabætur frá breskum stjórnvöldum sem duga fyrir mestu af skuldum okkar erlendis.
Eða þá lánið fyrir Geir Haarde og Sjálfstæðisflokkinn. Það hefur ekkert annað náð inn í fréttatíma þjóðarinnar síðustu fjóra daga. Allir búnir að gleyma aðdraganda bankahrunsins og því hver var Fjármálaráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir og hverjir hafa setið í forsvari fyrir Ríkisstjórnum Íslands síðustu 17 árin.
Ríkið íhugar að fara í mál vegna Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2008 | 22:34
Að skipta (ekki) um fólk í brúnni.
Maður verður eiginlega bara hræddur að vita til þess að þessi maður sé úti í löndum að semja við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn fyrir hönd þjóðarinnar. Hann er búinn að vera ráðherra í mörg ár ,og núverandi fjármálaráðherra, og flokkur hans í stjórn í 17 ár.
Og ekki minkar óttinn þegar maður les ummæli varaformannsins í Fréttablaðinu í dag.
"Bankakerfið og erlendar fjárfestingar hafi skilað Íslendingum mikilli búbót á undanförnum árum og ungt og vel menntað fólk hefur getað gengið að krefjandi og vellaunuðum störfum nær vísum"
Konan situr í miðjum rústum íslensks efnahagslífs, sem hrunið er til grunna fyrir tilstuðlan einkavæðingar bankanna og erlendra fjárfestinga þeirra og lætur þetta út úr sér. Hún hefur sett komandi kynslóðir samfélagsins í skuldafjötra um ókomin ár og gert gjaldþrota ótal einstaklinga sem ekkert hafa gert af sér annað en það að trúa að stjórnvöld hafi það hlutverk að halda stöðugleika í landinu.
Maður verður óttasleginn þegar maður sér hversu veruleikafirrt þetta fólk er sem við höfum enn ekki séð ástæðu til að reka úr vinnu hjá okkur.
Þegar ég verð stór, þá ætla ég að kaupa mér stórt skemmtiferðaskip og sigla um með eintóma íslendinga sem farþega. Ég get augljóslega treyst því að sama hvaða vitleysu ég geri sem skipstjóri þá mun eingin æmta né skræmta hvað þá fara fram á að einhver annar taki við í brúnni.
Fundað stíft með IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2008 | 11:22
Framtíðin.
Sennilega hefur framtíð Exista aldrei verið ljósari en nú. Það er hins vegar mesta áhyggjuefnið hvort búið hefur verið að skuldsetja dótturfélögin í botn vegna útrásargræðginnar. Það kemur til með að skera úr um hvort við eigum starfhæf gömlu "góðu" fyrirtækin, þegar uppgjörið hefur farið fram.
Það er nóg framundan fyrir almenninga í landinu þó við þurfum ekki líka að fara að vasast með vandamál eins og að færa allar tryggingar, síma o.s.v.
Þetta með fjármunatapið! Segi sem minnst um það. Best að bíða og sjá þegar skiptauppgjörið kemur fyrir almenningssjónir. Þá kemur í ljós hvert raunvirði eignanna var, ekki hvað eigendurnir ákváðu að verðmeta þær á, til að laga eiginfjárstöðuna.
Mynni bara á að Lehman Brothers var með skráð eigið fé upp á hundruð milljarða dollara en var keypt eftir gjaldþrotið á tvo. Viðskiptasérfræðingar byrjuðu með það sama að tala um hvort það hafi verið of hátt verð.
Og bíðum svo bara þess tíma þegar við verðum aftur farin að agnúast út í "gömlu góðu fyrirtækin", VíS, Símann, Sjóvá, Hagkaup, olís, ÍA, Hagvirki, (nei þeir koma nú sennilega ekki aftur) ESSO o.s.v.
Þegar við náum þeim tímapunkti að geta hringt í NÝJU þjóðarsálina til að fárast yfir þeim, þá verður það augljóst merki um að íslensk þjóð sé komin á réttan kjöl aftur.
Allt traust virðist horfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2008 | 09:52
Það er ekki að okkur íslendingum að spyrja.
Þegar alsherjahrun hagkerfis vesturlanda gengur yfir þá þurfum við að sjálfsögð líka að vera fyrstir.
Fólk þarf ekki að vera að eyða tíma í að hugsa um "kalda stríðið" milli UK og íslands. Fljótlega hafa tjallarnir um verulega mikið annað að hugsa en þessar örfáu millur sem töpuðust á Íslandi. Við gleymumst algjörlega í öllu hinu fárinu.
Leiðtogar allrar Evrópu eru ekki að funda neyðarfundi upp á grín. Hagkerfi vesturlanda er á svipaðri bjargbrún nú í dag og Kaupþing var á þriðjudaginn. Uppskrúfuð gervihagvaxtar, skuldsetninga/veðsetninga hagkerfi hrynja að lokum. Það hefur alltaf verið ljóst, og auðséð þeim sem bara hafa nennt að hafa fyrir því að leita sér smávægilegra tölfræðiupplýsinga sem nú fást nánast allar á internetinu góða.
Svo gildir það sama þar og í dómssalnum. Að hlusta ekki bara á það sem annar aðilinn hefur fram að færa. Nútíma upplýsingaheimur hefur mörg síðastliðin ár verið fullur af viðvörunarorðum sem enginn hefur viljað hlusta á. Það sorglegasta af öllu er að framsetning þeirra sem varað hafa við undanfarið, hafa verið studd verulega betri gögnum og tilvitnunum en hinna sem alltaf töldu bara að nóg væri að koma fram í fjölmiðli, brosa og segja að allt væri í lagi.
En það virðist vera vinsælla að horfa á brosandi andlit en að afla sér tölulegra staðreynda.
Verðhrun á Evrópumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)