Skoðanakönnun!

"Rétt upp hend" þeir sem trúa því að einn maður geti verið valdur að þessu öllu.

Alveg er það magnað, kjaftæðið sem bankageiranum dettur til hugar að láta frá sér nú á tímum. Svo skilja þeir ekkert í því að almenningur og þá helst fjárfestar skuli vera búnir að missa trúna á dótinu. Svo SPÁ fjölmiðlar í að bankastjórinn missi jafnvel vinnuna!!!!

Að saka einn starfsmann um að vera einn og sér, og með svikum, valdur að 5 milljarða EURO tapi segir mér bara hve allt sem þessi geiri atvinnulífsins lætur frá sér er vafasamt og ótrúverðugt. Það er auðvitað mun betra fyrir alla, sem hagsmuni hafa af, að saka einn mannræfil um athæfið heldur en að viðurkenna að bankinn hafi gert í buxurnar í viðskiptum.  Verst að geta ekki pikkað upp Asíska skúringakonu því þá yrði sagan helst til lygileg.

Ef hins vegar þessi saga er sönn, og einn maður getur gert svona, án vitneskju annarra innan bankans, þá er nú ekki beysin stjórnunin á fyrirtækinu. Ég held því að fyrir allt hugsandi fólk skipti engu máli hvernig þessi banki setur málið fram, og almenningur í Frakklandi ætti að drífa sig og taka peningana sína út, áður en þeir tapa restinni.

En þetta er sennilega það sem er að í viðskiptalífi vesturlanda núna, og veldur "titringinum/hruninu" að undanförnu. Lygarnar og einimakkið er orðið svo mikið að það dettur ekki nokkrum manni í hug að hætta sínum peningum í þessa hít. Eftir allt talið um hve upplýsingagjöfin er mikilvæg fyrir svona opinn markað, þá keppast allir við að halda öllu leyndu sem hægt er.

Besta dæmið hér á landi er kapp bankanna um að tala af sér Gnúp.  Enginn vill svo mikið sem kannast við að vera viðskiptabanki þessa félags. Hvað þá upplýsa hver staðan á Gnúp raunverulega er.

Svo skilja greiningadeildirnar ekkert í því að fólk skuli ekki vera tilbúið að leggja fé sitt að veði og hundskamma bara fjölmiðla sem flytja fréttir af "gróusögunum" sem ganga í samfélaginu, einu fréttunum sem fáanlegar eru.


mbl.is Í mál við verðbréfaþrjótinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband