10.10.2008 | 09:52
Það er ekki að okkur íslendingum að spyrja.
Þegar alsherjahrun hagkerfis vesturlanda gengur yfir þá þurfum við að sjálfsögð líka að vera fyrstir.
Fólk þarf ekki að vera að eyða tíma í að hugsa um "kalda stríðið" milli UK og íslands. Fljótlega hafa tjallarnir um verulega mikið annað að hugsa en þessar örfáu millur sem töpuðust á Íslandi. Við gleymumst algjörlega í öllu hinu fárinu.
Leiðtogar allrar Evrópu eru ekki að funda neyðarfundi upp á grín. Hagkerfi vesturlanda er á svipaðri bjargbrún nú í dag og Kaupþing var á þriðjudaginn. Uppskrúfuð gervihagvaxtar, skuldsetninga/veðsetninga hagkerfi hrynja að lokum. Það hefur alltaf verið ljóst, og auðséð þeim sem bara hafa nennt að hafa fyrir því að leita sér smávægilegra tölfræðiupplýsinga sem nú fást nánast allar á internetinu góða.
Svo gildir það sama þar og í dómssalnum. Að hlusta ekki bara á það sem annar aðilinn hefur fram að færa. Nútíma upplýsingaheimur hefur mörg síðastliðin ár verið fullur af viðvörunarorðum sem enginn hefur viljað hlusta á. Það sorglegasta af öllu er að framsetning þeirra sem varað hafa við undanfarið, hafa verið studd verulega betri gögnum og tilvitnunum en hinna sem alltaf töldu bara að nóg væri að koma fram í fjölmiðli, brosa og segja að allt væri í lagi.
En það virðist vera vinsælla að horfa á brosandi andlit en að afla sér tölulegra staðreynda.
Verðhrun á Evrópumarkaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.